Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   mið 27. september 2023 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Orri Steinn með stórleik í danska bikarnum - Stefán Teitur einn af bestu mönnum Silkeborg
watermark Orri Steinn var magnaður í kvöld
Orri Steinn var magnaður í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Stefán Teitur var mikilvægur í sigri Silkeborg
Stefán Teitur var mikilvægur í sigri Silkeborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson skoraði tvö og lagði upp eitt í 9-0 slátrun FCK á Lyseng í þriðju umferð danska bikarsins í kvöld. Stefán Teitur Þórðarson var þá með bestu mönnum Silkeborg sem vann 3-1 sigur á Thisted.

Orri nýtti tækifærið vel í byrjunarliði FCK. Hann skoraði tvö mörk á fimm mínútum.

Fyrra markið var einföld afgreiðsla, en það síðara var stórbrotið þar sem hann lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum áður en hann kom boltanum í netið.

Hann lagði þá upp fimmta mark liðsins og er því í heildina komið að ellefu mörkum í fimmtán leikjum sínum með liðinu í öllum keppnum á tímabilinu. Orri fór af velli snemma í síðari hálfleiknum .

Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson spilaði allan leikinn fyrir Silkeborg sem vann Thisted, 3-1. Hann var með bestu mönnum leiksins, en það kemur fram í grein Midtjyllandavis.

Ísak Óli Ólafsson og hans menn í Esbjerg eru úr leik eftir 4-3 tap gegn Viborg. Ísak var allan tímann á bekknum.

Íslendingalið Öster gerði 1-1 jafntefli við Helsingborg í sænsku B-deildinni. Þorri Mar Þórisson var á bekknum en kom ekki við sögu og þá var Alex Þór Hauksson ekki í hóp.

Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki í hópnum hjá Häcken í 4-1 bikarsigri á Jonsereds.

Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverðinum í 1-0 sigri Twente á Vitesse og er Twente nú í 3. sæti með 15 stig og besti vinur hans, Willum Þór Willumsson, lék allan leikinn í 3-0 tapi Go Ahead Eagles gegn PSV. Go Ahead er með 10 stig í 6. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner