Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   lau 27. september 2025 14:02
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Öruggt hjá taplausum Coventry-mönnum
Lærisveinar Lampard hafa ekki tapað leik
Lærisveinar Lampard hafa ekki tapað leik
Mynd: EPA
Lærisveinar Frank Lampard í Coventry unnu þriðja leik sinn á tímabilinu er það lagði nýliða Birmingham, 3-0, á heimavelli í ensku B-deildinni í dag.

Coventry hefur verið sannfærandi í byrjun leiktíðar. Fyrsti leikurinn endaði með jafntefli en síðan vann liðið tvo í röð.

Síðustu þrír leikir hafa endað með jafntefli, en liðið kom sér aftur á sigurbraut gegn nýliðunum í dag.

Brandon Thomas-Asante skoraði á 16. mínútu og þá fækkaði í liði Birmingham undir lok fyrri hálfleiks þegar Jack Robinson sá rauða spjaldið.

Ekki hjálpaði það stöðunni þegar Bright Osayi-Samuel setti boltann í eigið net snemma í síðari hálfleiknum. Victor Torp gerði síðan út um leikinn tólf mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Coventry í öðru sæti með 13 stig, þremur stigum frá toppnum, en Birmingham, sem var án Willums Þórs Willumssonar og Alfons Sampsted, í 10. sæti með 10 stig.

Swansea og Millwall gerðu 1-1 jafntefli eins og Wrexham og Derby County.

Nýliðar Wrexham hafa farið vel af stað og eru í 12. sæti með 8 stig eftir sjö leiki.

Coventry 3 - 0 Birmingham
1-0 Brandon Thomas-Asante ('16 )
2-0 Bright Osayi-Samuel ('49 , sjálfsmark)
3-0 Victor Torp ('78 )
Rautt spjald: Jack Robinson, Birmingham ('42)

Swansea 1 - 1 Millwall
1-0 Zan Vipotnik ('12 )
1-1 Josh Coburn ('45 )

Wrexham 1 - 1 Derby County
1-0 Lewis O'Brien ('59 )
1-1 Ben Brereton Diaz ('72 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 7 5 2 0 11 4 +7 17
2 Coventry 7 3 4 0 18 7 +11 13
3 Stoke City 7 4 1 2 10 5 +5 13
4 Bristol City 7 3 3 1 13 7 +6 12
5 Leicester 7 3 3 1 9 6 +3 12
6 Preston NE 7 3 3 1 7 5 +2 12
7 West Brom 7 3 2 2 8 7 +1 11
8 Charlton Athletic 7 3 2 2 5 5 0 11
9 Hull City 7 3 2 2 11 12 -1 11
10 QPR 7 3 2 2 11 13 -2 11
11 Millwall 7 3 2 2 6 8 -2 11
12 Birmingham 7 3 1 3 5 8 -3 10
13 Ipswich Town 6 2 3 1 11 5 +6 9
14 Swansea 7 2 3 2 7 6 +1 9
15 Norwich 7 2 2 3 10 10 0 8
16 Wrexham 7 2 2 3 12 13 -1 8
17 Portsmouth 7 2 2 3 4 7 -3 8
18 Southampton 7 1 4 2 7 9 -2 7
19 Blackburn 6 2 0 4 5 6 -1 6
20 Oxford United 7 1 3 3 9 10 -1 6
21 Derby County 7 1 3 3 9 13 -4 6
22 Watford 7 1 2 4 5 8 -3 5
23 Sheff Wed 7 1 2 4 6 13 -7 5
24 Sheffield Utd 7 0 1 6 1 13 -12 1
Athugasemdir
banner