Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   lau 27. september 2025 14:01
Brynjar Ingi Erluson
Nuno tekinn við West Ham (Staðfest)
Mynd: West Ham
West Ham United hefur tilkynnt ráðningu á nýjum stjóra en Portúgalinn Nuno Espirito Santo skrifaði í dag undir þriggja ára samning við félagið.

Graham Potter var látinn fara í morgun eftir aðeins níu mánuði í starfi.

Stuttu síðar var greint frá því í enskum fjölmiðlum að Nuno væri að taka við liðinu og að hann myndi stýra sinni fyrstu æfingu í dag.

Nuno var kynntur hjá félaginu fyrir nokkrum mínútum en samningur hans er til næstu þriggja ára.

Portúgalinn stýrði síðast Nottingham Forest og kom þeim meðal annars í Evrópukeppni í fyrsta sinn í 30 ár, en var látinn fara fyrir nokkrum dögum vegna óleysanlegs ágreinings við Evangelos Marinakis, eiganda félagsins.

Nuno náði frábærum árangri með Wolves frá 2017 til 2021 og var í kjölfarið fenginn til Tottenham, en þar fékk hann ekki tíma til þess að koma sinni hugmyndafræði á framfæri og var hann látinn fara aðeins fjórum mánuðum eftir komuna.

Hann fær núna það verðuga verkefni að koma West Ham upp töfluna en liðið situr nú í næst neðsta sæti með aðeins þrjú stig úr fimm leikjum. Hans fyrsti leikur verður gegn Everton á Hill Dickinson-vellinum í Liverpool-borg á mánudag.




Athugasemdir