Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   lau 27. september 2025 15:34
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Dortmund áfram taplaust - Leipzig og Leverkusen unnu
Karim Adeyemi skoraði seinna mark Dortmund
Karim Adeyemi skoraði seinna mark Dortmund
Mynd: EPA
Leverkusen náði í annan sigur sinn á tímabilinu
Leverkusen náði í annan sigur sinn á tímabilinu
Mynd: EPA
Borussia Dortmund vann fjórða deildarleik sinn á tímabilinu er liðið bar sigur úr býtum gegn Mainz, 2-0, í fimmtu umferð þýsku deildarinnar í dag.

Dortmund hefur byrjað tímabilið vel undir stjórn króatíska þjálfarans Niko Kovac.

Það gerði jafntefli gegn St. Pauli í fyrstu umferðinni, en unnið alla leiki síðan og varð engin breyting á því eftir þessa umferð.

Sænski leikmaðurinn Daniel Svensson skoraði fyrra mark Dortmund á 27. mínútu og bætti Karim Adeyemi við öðru á 40. mínútu, en Julian Brandt var arkitektinn að báðum mörkunum.

Cole Campbell, sem hefur reglulega verið valinn í hópinn hjá Dortmund, var ekki með í dag.

Dortmund er í öðru sæti deildarinnar með 13 stig, tveimur stigum frá toppliði Bayern.

Belgíski vængmaðurinn Johan Bakayoko var hetja RB Leipzig í 1-0 sigrinum á Wolfsburg. Hann kom til Leipzig frá PSV í sumar, en það var annar fyrrum leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar sem tryggði þrjú stig í dag.

Það gerði einnig Ernest Poku fyrir Bayer Leverkusen í 2-1 sigri á St. Pauli. Edmond Tapsoba skoraði af stuttu færi eftir aukaspyrnu Alex Grimaldo og gerði Poku annað markið aftur eftir stoðsendingu Grimaldo.

Annar sigur Leverkusen sem er með átta stig í 4. sæti deildarinnar.

Mainz 0 - 2 Borussia D.
0-1 Daniel Svensson ('27 )
0-2 Karim Adeyemi ('40 )
Rautt spjald: Robin Zentner, Mainz ('67)

Wolfsburg 0 - 1 RB Leipzig
0-1 Johan Bakayoko ('8 )
0-1 Christoph Baumgartner ('90 , Misnotað víti)

Heidenheim 2 - 1 Augsburg
1-0 Mikkel Kaufmann ('47 )
2-0 Sirlord Conteh ('54 )
2-1 Phillip Tietz ('90 )

St. Pauli 1 - 2 Bayer
0-1 Edmond Tapsoba ('25 )
1-1 Hauke Wahl ('32 )
1-2 Ernest Poku ('58 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 5 5 0 0 22 3 +19 15
2 Dortmund 5 4 1 0 11 3 +8 13
3 RB Leipzig 5 4 0 1 7 7 0 12
4 Eintracht Frankfurt 5 3 0 2 15 9 +6 9
5 Leverkusen 5 2 2 1 10 8 +2 8
6 Köln 4 2 1 1 9 7 +2 7
7 St. Pauli 5 2 1 2 8 8 0 7
8 Freiburg 4 2 0 2 8 8 0 6
9 Stuttgart 4 2 0 2 5 5 0 6
10 Hoffenheim 4 2 0 2 8 10 -2 6
11 Union Berlin 4 2 0 2 8 11 -3 6
12 Wolfsburg 5 1 2 2 7 7 0 5
13 Mainz 5 1 1 3 5 6 -1 4
14 Werder 5 1 1 3 8 14 -6 4
15 Hamburger 4 1 1 2 2 8 -6 4
16 Augsburg 5 1 0 4 8 12 -4 3
17 Heidenheim 5 1 0 4 4 10 -6 3
18 Gladbach 5 0 2 3 1 10 -9 2
Athugasemdir