Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 27. október 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Alisson: Trúin hjálpaði í endurkomunni
Mynd: Getty Images
„Ég fer með mikið af bænum. Í alvörunni. Ég fer með mikið af bænum," sagði Alisson, markvörður Liverpool, á fréttamannafundi í gær en hann er mættur aftur á milli stanganna hjá ensku meisturunum eftir meiðsli.

Alisson meiddist á öxl í síðasta mánuði og búist var við að hann yrði frá keppni í sex vikur. Alisson mætti hins vegar óvænt aftur í markið gegn Sheffield United um helgina, rúmum þremur vikum eftir að hann meiddist.

„Ég var duglegur í endurhæfingu. Ég var í fimm eða sex klukkutíma á dag í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum og eftir tvær vikur gat ég byrjaði að æfa aftur með markmannsþjálfaranum," sagði Alisson.

„Ég gat ekki skutlað mér strax en eftir tvær og hálfa viku gat ég byrjað að skutla mér. Þremur dögum fyrir leik byrjaði ég að æfa af krafti og verja föst skot og skutla mér á fullu. Á föstudeginum gaf ég stjóra mínum grænt ljós."

„Ég held að trúin og það að ég lagði hart að mér hafi hjálpað mér í þessum skjóta bata."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner