Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. október 2021 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Meistararnir úr leik - Liverpool og Tottenham unnu
Divock Origi skoraði geggjað mark í sigri Liverpool
Divock Origi skoraði geggjað mark í sigri Liverpool
Mynd: Getty Images
Leikmenn West Ham fagna sigrinum á Man City
Leikmenn West Ham fagna sigrinum á Man City
Mynd: Getty Images
Manchester City er úr leik í enska deildabikarnum eftir tap gegn West Ham í vítaspyrnukeppni og því ljóst að það verður nýr sigurvegari á næsta ári en City hefur unnið síðustu fjórar keppnir.

Liverpool vann Preston 2-0 á Deepdale-leikvanginum. Jürgen Klopp gerði ellefu breytingar á liði sínu fyrir þennan leik en það virtist þó ekki hafa mikil áhrif.

Liverpol var 74 prósent með boltann. Preston skapaði sér frábær færi á fyrsta hálftímanum en Adrian varði vel og þá bjargaði Neco Williams á línu.

Staðan markalaus í hálfleik. Í þeim síðari tók LIverpool völdin og kom fyrsta markið á 62. mínútu. Takumi Minamino gerði það eftir sendingu frá Williams. Velski bakvörðurinn barðist með boltann í teignum og náði að koma honum fyrir markið á Minamino sem skoraði af stuttu færi.

Divock Origi gulltryggði sigurinn með stórkostlegu marki á 84. mínútu. Kostas Tsimikas ætlaði að reyna fyrirgjöf sem endaði í slánni, boltinn datt í teiginn og eftir mikinn barning skoppaði hann til Origi sem skoraði með skemmtilegri sporðdrekaspyrnu.

Liverpool komið í 8-liða úrslit bikarsins. Tottenham lagði þá Burnley 1-0 með marki frá Lucas Moura á 68. mínútu. Emerson átti glæsilega fyrirgjöf sem Moura stangaði í netið. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley en var skipt af velli á 75. mínútu.

Brentford lagði Stoke City, 2-1. Sergi Canos og Ivan Toney skoruðu fyrir Brentford en Romaine Sawyers fyrir Stoke.

West Ham hafði þá betur gegn Manchester City. Mörg færi fóru forgörðum hjá City í þessum leik þó West Ham hafi líka fengið nokkra ágætis sénsa.

Ekki var hægt að finna sigurvegara eftir venjulegan leiktíma og því vítaspyrnukeppni eina leiðin til að skera úr um hvort liðið færi áfram. West Ham skoraði úr öllum spyrnunum en Phil Foden skaut framhjá og skildi það liðin að. West Ham fer áfram í 8-liða úrslitin.

Leicester var síðasta liðið til að tryggja sig áfram í 8-liða úrslitin með því að vinna Brighton í vítaspyrnukeppni. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma. Leicester komst yfir með mörkum frá Harvey Barnes og Ademola Lookman en Adam Webster minnkaði muninn áður en hálfleikurinn var úti. Enock Mwepu jafnaði svo metin þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Leicester vann í vítaspyrnukeppninni 4-2. Neil Maupay og Mwepu klúðruðu sínum spyrnum.

Burnley 0 - 1 Tottenham
0-1 Lucas Moura ('68 )

Leicester City 2 - 2 Brighton(4-2 eftir vítakeppni)
1-0 Harvey Barnes ('6 )
2-0 Ademola Lookman ('45 )
2-1 Adam Webster ('45 )
2-2 Enock Mwepu ('71 )

Preston NE 0 - 2 Liverpool
0-1 Takumi Minamino ('62 )
0-2 Divock Origi ('84 )

Stoke City 1 - 2 Brentford
0-1 Sergi Canos ('22 )
0-2 Ivan Toney ('40 )
1-2 Romaine Sawyers ('57 )

West Ham 0 - 0 Manchester City (5-3 eftir vítakeppni)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner