Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 27. október 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Leicester búið að finna framtíðararftaka Vardy
Patson Daka er 23 ára.
Patson Daka er 23 ára.
Mynd: Getty Images
Daka skoraði fernu gegn Spartak Moskvu.
Daka skoraði fernu gegn Spartak Moskvu.
Mynd: EPA
„Því miður mun Jamie Vardy ekki spila að eilífu en Brendan Rodgers virðist hafa fundið leikmann sem getur tekið við keflinu af honum, í Patson Daka," skrifar Ben McAleer í grein í Guardian.

Vardy verður 35 ára í janúar, það virðist þó lítið hægjast á honum og hann er kominn með sjö mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

„Áður var Leicester ekki með sóknarmann sem gat minnkað höggið ef Vardy var fjarverandi. En það er að breytast. Patson Daka kom frá RB Salzburg í sumar eftir frlott tímabil."

„Sambíumaðurinn skoraði fleiri mörk (27) en nokkur annar leikmaður í austurrísku deildinni á síðasta tímabili og vakti athygli margra stórra liða í Evrópu. Á endanum vann Leicester baráttuna um þennan 23 ára leikmann, keypti hann á 22 milljónir punda og gerði við hann fimm ára samning."

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, sér Daka sem framtíðararftaka fyrir Vardy og í staðinn fyrir að kasta honum beint í djúpu laugina hefur hann hægt og rólega komið honum inn.

Gegn Spartak Moskvu í Evrópudeildinni sprakk hann svo algjörlega út, skoraði fjögur mörk úr sex skotum í 4-3 sigri. Helgarnar sitthvoru megin við leikinn skoraði hann í 4-2 sigri gegn Manchester City og lagði upp sigurmark James Maddison gegn Brentford.

„Daka virðist tilbúinn í ensku úrvalsdeildina og þar sem Vardy mun líklega fara að missa af fleiri leikjum vegna meiðsla, sökum aldurs hans, er mikilvægt fyrir Rodgers að hafa hágæða mann til taks," segir McAleer.

„Stjórinn þarf ekki að breyta leikplani sínu mikið þegar Daka kemur inn, sem er ein helsta ástæða þess að hann var keyptur. Báðir sóknarmennirnir vilja vera við axlirnar á aftasta varnarmanni og nota hraðann til að klófesta bolta sem koma úr djúpinu."

„Hann er með einstaka fótboltagreind. Eitt lítið dæmi er að Daka hefur aðeins einu sinni verið flaggaður rangstæður á þessu tímabili. Hæfileiki hans til að taka á skarið á hárréttu tímabili er ekki í takti við aldur hans og reynslu."

„Fyrir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar verður leiðinlegt að sjá feril Vardy fjara út þegar tíminn líður. Hann er með ótrúlegan stöðugleika miðað við leikmann á hans aldri, en félagið þarf að hafa áætlanir fyrir framtíðina og samvinna Daka og Kelechi Iheanacho er spennandi framtíðarsýn," segir McAleer.
Athugasemdir
banner
banner
banner