Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. október 2021 10:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael ósáttur með rasísk ummæli: Ættuð að skammast ykkar
Tosin Kehinde
Tosin Kehinde
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson birti færslu á Twitter í morgun. Hann vekur þar athygli á rasisma sem Tosin Kehinde, leikmaður Randers, varð fyrir á Instagram.

Netníðinni varð Kehinde fyrir eftir 1-0 sigur Randers gegn AGF um liðna helgi. Mikael er leikmaður AGF.

„Allt af því að liðið ykkar tapaði leiknum. Kannski ef það myndi semja við ykkur þá hefði liðinu gengið betur," skrifaði Kehinde á Instagram.

Mikael vekur athygli á þessu á Twitter. „Það er enginn staður fyrir rasisma. Þið ættuð að skammast ykkar."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner