Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. október 2021 10:15
Elvar Geir Magnússon
Segir gullkynslóðina hafa fjarlægst raunveruleikann
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir (til vinstri).
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Enski blaðamaðurinn Stuart James hjá The Athletic var hér á landi í síðasta mánuði til að fjalla um hneykslismálin sem tengjast íslenska fótboltalandsliðinu. Í morgun birtist svo löng grein frá honum með fyrirsögninni „Víkingaklappið hefur verið eyðilagt til eilífðar".

Meðal viðmælanda hans er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdottir, sem stýrir jafnréttishópi KSÍ og er verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.

Hún segir engar sannanir liggja fyrir því að fótboltamenn eigi í meiri hegðunarvandamálum gagnvart konum en aðrar starfsgreinar á Íslandi.

Hún segist þó setja spurningamerki um þau undirliggjandi skilaboð sem atvinnumenn í fótbolta fá vegna stöðu sinnar og frægðar. Það geti breytt skynjun þeirra í daglegu lífi, sérstaklega þegar þeir eru farnir að spila fyrir landsliðið.

Þar minnist hún á gullkynslóðina sem komst í 8-liða úrslit Evrópumótsins með því að vinna England.

„Þeir voru hetjurnar okkar og allir elskuðu þá. En það fékk þá til að fjarlægjast raunveruleikann," segir Kolbrún við The Athletic.

„Og að sjálfsögðu fengu þeir mikla athygli frá stelpum og konum, ég held að þeir hafi ekki vitað hvernig þeir ættu að höndla það. Ég tel að þeir hafi of oft misnotað stöðuna og talið að þeir ættu rétt á því sem þeir gerðu."
Athugasemdir
banner
banner