Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fim 27. október 2022 12:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FIFA gefur út nýja og glæsilega heimildarmynd um afrek Íslands
Heimir Hallgrímsson stýrði Íslandi á HM.
Heimir Hallgrímsson stýrði Íslandi á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýverið gaf FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, út heimildarmynd um það magnaða afrek íslenska karlalandsliðsins að komast á HM í Rússlandi árið 2018.

Ísland varð langfámennasta þjóð sögunnar til að komast á HM karla er liðið tryggði sig inn á mótið.

Í nýju myndinni - sem er um hálftíma löng - þá er rætt við ýmsa aðila sem komu að þessum árangri: Leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn.

Þetta var annað stórmótið sem A-landslið karla komst á en liðið fór einnig á EM 2016 þar sem liðið fór alla leið í átta-liða úrslit.

Í þættinum er rætt um uppgang íslenska landsliðsins sem varð til þess að liðið komst á tvö stórmót. Myndin er virkilega vel gerð og áhugaverð en þar er einnig talað um árangur íslenska kvennalandsliðsins að komast á fjögur stórmót.

Hægt er að horfa á myndina með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner