Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. október 2022 15:44
Enski boltinn
Ummæli Grealish hafa komið í bakið á honum
Miguel Almiron.
Miguel Almiron.
Mynd: EPA
Grealish er bara búinn að skora eitt mark á tímabilinu.
Grealish er bara búinn að skora eitt mark á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Grealish datt í það.
Grealish datt í það.
Mynd: Getty Images
Miguel Almiron hefur heldur betur tekið skref fram á við á þessu tímabili í öflugu liði Newcastle.

Hann var á skotskónum um síðustu helgi þegar Newcastle vann sterkan 1-2 útisigur gegn Tottenham.

Hinn 28 ára gamli Almiron er búinn að vera gríðarlega öflugur á tímabilinu og hefur skorað sex mörk í tólf leikjum. Hann hefur aldrei skorað eins mörg mörk á einu tímabili frá því hann kom til Newcastle í janúar 2019.

Það er eins og það hafi kviknað á honum þegar Jack Grealish lét þessi ummæli frá sér:

„Það þurfti að taka Riyad (Mahrez) fljótt út af. Hann spilaði eins og Almiron," sagði Grealish blindfullur þegar Man City fagnaði titlinum eftir síðasta tímabil. Gerði hann þarna lítið úr Almiron.

En síðan Grealish sagði þetta þá hefur hann bara skorað eitt mark á meðan Almiron hefur skorað sex mörk. Þeir spila svipaða stöðu á vellinum en Almiron er bara búinn að vera miklu betri en enski landsliðsmaðurinn.

„Grealish datt í það eftir að City vann deildina. Þú tekur kannski strákinn frá Birmingham en þú tekur ekkert Birmingham úr stráknum. Hann datt svo vel í það að hann lét þessi ummæli falla. Miguel Almiron hefur fengið veður af þessum ummælum," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í hlaðvarpinu Enski boltinn fyrr í þessari viku.

„Hann er búinn að vera miklu, miklu betri en Grealish á þessu tímabili."
Enski boltinn - Getur ekki verið mikið verra en Gerrard
Athugasemdir
banner
banner