Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 27. október 2023 21:55
Mist Rúnarsdóttir
Guðrún Arnar: Hausinn var betur skrúfaður á
Guðrún leiknum í kvöld
Guðrún leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er svekkt að við fengum ekkert út úr þessu. Mér fannst við spila ágætlega. Sérstaklega fyrri hálfleikinn og fannst þetta vera jafnt hvorn veginn sem var og miðað við frammistöðu fannst mér við eiga skilið stig í þessum leik,“ sagði varnarjaxlinn Guðrún Arnardóttir í samtali við Fótbolta.net eftir 1-0 tap gegn Danmörku í Þjóðadeildinni.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Danmörk

Úrslitin í leiknum voru vissulega svekkjandi en frammistaðan mun jákvæðari en í síðasta leik.

„Við vorum ekkert líkar sjálfum okkur í síðasta leik. Við vorum ekki að ná að klukka þær. Við vorum ekki að vinna einvígin, sem er okkar identidy. Við náðum því í lag og fórum svo bara vel í gegnum Danina, hvernig þær spiluðu og hvernig við ætluðum að spila á móti þeim. Hausinn var betur skrúfaður á og við ætluðum ekki að eiga tvo leiki í röð eins og leikinn á móti Þýskalandi,“ sagði Guðrún sem var heilt yfir nokkuð sátt með frammistöðu íslenska liðsins.

Næsti leikur er strax á þriðjudaginn en þá mætir öflugt lið Þýskalands í Laugardalinn. Guðrún og félagar eru staðráðnar í að mæta þýska stálinu af krafti og gera betur en síðast.

„Við ætlum að taka á móti þeim með hörku. Það er nokkuð ljóst eftir síðasta leik að við þurfum að vera harðari. Við þurfum að vinna einvígin. Það eru þessi grunnatriði sem við þurfum að vinna til þess að geta spilað fótbolta.“

Nánar er rætt við Guðrúnu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner