Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. nóvember 2021 11:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jöri fór með Halldór Orra upp í Heiðmörk - „Hélt hann væri að fara drepa mig"
Úr leik árið 2007.
Úr leik árið 2007.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Jöri þjálfaði Stjörnuna sumarið 2006.
Jöri þjálfaði Stjörnuna sumarið 2006.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Silfurskeiðin
Silfurskeiðin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hafa eflaust einhverjir og munu eflaust einhverjir rifja upp feril Halldórs Orra Björnssonar í framtíðinni. Halldór lagði skóna á hilluna í haust eftir að hafa spilað með Stjörnunni, Falkenberg og FH á sínum ferli.

Halldór náði þeim athyglisverða árangri að fara fjórum sinnum í bikarúrslit án þess að vinna keppnina. Þá var hann í atvinnumennsku í Svíþjóð þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari árið 2014.

Halldór fór yfir ferilinn í hlaðvarpsviðtali við Mána Pétursson sem kom út vikunni. Í þessari grein verður farið yfir athyglisvert atriðið árið 2006 og stofnun Silfurskeiðarinnar.

Í viðtalinu segir Halldór einnig að það hafi hjálpað honum að taka ákvörðun um að hætta þegar hann bókaði veislusal næsta sumar en hann ætlar að gifta sig næsta sumar.

Halldór spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2004 en hann man betur eftir sumrinu 2006. Þá var Jörundur Áki Sveinsson þjálfari Stjörnunnar.

„Jöri hafði mikla trú á mér og mér gekk vel á undirbúningstímabilinu. Svo var ég bara ungur og vitlaus og skeit svolítið fyrir fyrsta leik, mætti ekki á æfingu daginn fyrir fyrsta leik, búinn að æfa eins og skepna allt undirbúningstímabilið. Það var eitthvað próflokapartí í FG og þetta var algjör skita," sagði Halldór Orri.

„Jöri tók mig á rúntinn eftir þessa æfingu sem ég mætti ekki á og fór með mig upp í Heiðmörk. Það er gaman að segja frá því í dag en ég hélt að hann væri að fara drepa mig, það er bara þannig."

„Var hann þá bara að lesa þér lexíuna? Segja þér að svona hegðun gengur ekki." sagði Máni.

„Já, algjörlega. Ég var ekki í hóp í fyrsta leik, bað strákana afsökunar á æfingunni eftir það og kom inn á í næsta leik. Um mitt sumar ákváðum við Magnús Björgvins að einbeita okkur að 2. flokki, að halda okkur uppi í A-deild og náðum því," sagði Halldór.

Silfurskeiðin fékk sér pizzu í íbúð Zorans
Silfurskeiðin er stuðningsmanna sveit Stjörnunnar. Hún er þekkt fyrir líflega stemningu og skemmtilega söngva. Sveitin var stofnuð seint á fyrsta áratugi þessarar aldar. Umgjörðin varð betri þegar Bjarni Jóhannsson tók við Stjörnunni og Spartverjarnir urðu til, það var fyrsta nafn Silfurskeiðarinnar.

„Þeir fæðast á miðju tímabilið 2008. Andrés, þá formaður knattspyrnudeilar, sá að við ættum möguleika á að fara í efstu deild og tékkaði á mér. Hann vissi ég ætti stóran vinahóp í Garðabænum. Hann vildi bjóða þeim á leik og í pizzu fyrir leik. Þeir fengu að fara í íbúðina hjá Zoran [Stojanovic] sem var framherji hjá okkur. Þetta er alveg grillað þegar maður spáir í því. Þetta voru fyrstu alvöru hittingarnir hjá Spartverjunum sem breyttust síðar meir í Silfurskeiðina," sagði Halldór.

„Andrés hefur vitað að þú varst í kringum vinahóp sem hafði mjög gaman af því að skemmta sér eftir þessa ferð þína með Jöra," skaut Máni inn í.

„Hann hefur fengið einhverjar afspurnir af því. Það var þvílík stemning í kringum liðið um leið og þeir byrjuðu að mæta með trommur og læti," sagði Halldór.

Nánar er rætt um þetta í þættinum sem má nálgast hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner