Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   mán 27. nóvember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
De Bruyne vonast til að vera klár rétt eftir áramót
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, er að vonast til að verða klár í slaginn rétt eftir áramót.

De Bruyne meiddist í fyrsta deildarleik Man City og hefur ekkert spilað síðan.

Miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri en hann er allur að koma til og vonast til að mæta aftur á völlinn sem fyrst.

„Endurhæfingin gengur vel og allt að gerast. Það er enn eitthvað í mig, en það kemur. Vonandi verð ég klár rétt eftir áramót, það er að segja ef allt gengur vel,“ sagði De Bruyne í viðtali við Sky í Abu-Dhabi um helgina, en þar var hann mættur til að fylgjast með síðasta kappakstri tímabilsins í Formúlu 1.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner