Ensku stórliðin Arsenal og Liverpool eru bæði á eftir þýska landsliðsmanninum Assan Quedraogo, sem er á mála hjá Leipzig, en þetta herma heimildir BILD.
Quedraogo er 19 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og eitt mesta efni Þjóðverja.
Hann lék sinn fyrsta A-landsleik í þessum mánuði og skoraði er Þjóðverjar unnu 6-0 stórsigur á Slóvakíu.
BILD segir mörg lið ætla að berjast um miðjumanninn næsta sumar en Arsenal og Liverpool eru þar á meðal.
Liverpool hefur lengi fylgst með Quedraogo eða síðan hann var í unglingaliði Schalke.
Fyrr í vikunni var sagt frá áhuga Chelsea og Manchester United, en það er alveg öruggt að ensku félögin munu fá samkeppni frá spænsku risunum Barcelona og Real Madrid.
Ef hann heldur áfram á sömu braut mun Leipzig líklegast vilja fá svipað há upphæð og það fékk fyrir Josko Gvardiol er það seldi hann til Manchester City fyrir 90 milljónir evra árið 2023.
Athugasemdir



