„Það er Messi bragur á leikstíl hans þar sem þyngdarpunkturinn er svo neðarlega hjá honum. Hann getur tekið mjög hraða snúninga," segir íþróttafréttamaðurinn Taufig Khalil um ungstirnið Lennart Karl sem hefur slegið í gegn hjá Bayern München.
Karl er 17 ára gamall en Bayern fékk hann frá Eintracht Frankfurt þegar hann var 14 ára gamall. Hann skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í sumar en Real Madrid og Ajax höfðu sýnt honum áhuga.
Karl er 17 ára gamall en Bayern fékk hann frá Eintracht Frankfurt þegar hann var 14 ára gamall. Hann skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í sumar en Real Madrid og Ajax höfðu sýnt honum áhuga.
Karl hefur skorað fyrir yngri lið eins og enginn sé morgundagurinn og vakti athygli fótboltaheimsins í síðasta mánuði. Með mörkum gegn Club Brugge og Borussia Mönchengladbach varð hann yngsti markaskorari Bayern í Meisaradeildinni og þriðji yngsti í Bundesligunni.
Í gær skoraði hann jöfnunarmark gegn Arsenal í 3-1 tapi. Hann hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn og vangaveltur um hvort hann gæti jafnvel farið með Þýskalandi á HM á næsta ári.
„Það varð fljótt ljóst að þessi strákur býr yfir sérstökum hæfileikum. Hann tekur hraða snúninga og minnir mann stundum á NFL leikmann," segir Khalil.
Athugasemdir


