Cristian Chivu, stjóri Inter, var svo pirraður eftir 2-1 tapið gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni að hann reykti þrjár sígarettur í röð áður en hann mætti inn í klefann.
Fjölmiðlar þurftu að bíða nokkuð lengi eftir viðbrögðum frá Chivu og hann útskýrði ástæðuna þegar hann mætti fyrir framan myndavélarnar.
Fjölmiðlar þurftu að bíða nokkuð lengi eftir viðbrögðum frá Chivu og hann útskýrði ástæðuna þegar hann mætti fyrir framan myndavélarnar.
„Ég fór og reykti þrjár sígarettur, hverja á eftir annarri, áður en ég ræddi við liðið. Það er mikill pirringur því við vorum betra liðið og áttum ekki skilið að tapa," sagði Chivu.
Inter hafði unnið fyrstu fjóra leiki sína í Meistaradeildinni og er í fjórða sæti deildarinnar eftir tapið í gær.
Athugasemdir



