Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   fim 27. nóvember 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin í dag - Albert á heimavelli og Palace í Frakklandi
Albert Guðmundsson í leik með Fiorentina
Albert Guðmundsson í leik með Fiorentina
Mynd: EPA
Fjórða umferðin í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar fer fram í dag og kvöld.

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson verður í eldlínunni hjá Fiorentina, sem hefur ekki riðið feitum hesti á þessari leiktíð, en þó hefur það verið að ná í ágætis úrslit í Sambandsdeildinni.

Það er með tvo sigra og eitt tap, og stefnan sett á þriðja sigurinn þegar liðið tekur á móti gríska liðinu AEK í kvöld. Albert hefur komið að tveimur mörkum í tveimur Evrópuleikjum á tímabilinu.

Gísli Gottskálk Þórðarson verður í hópnum hjá Lech Poznan sem mætir Lausanne frá Sviss.

Einn Íslendingaslagur er á dagskrá fyrir utan leik Blika og Samsunspor. Kjartan Már Kjartansson og félagar í Aberdeen mæta Guðmundi Þórarinssyni og hans mönnum í Noah.

Ensku bikarmeistararnir í Crystal Palace heimsækja Strasbourg, en Palace er með sex stig.

Leikir dagsins:
17:45 Universitatea Craiova - Mainz
17:45 Slovan - Vallecano
17:45 Lech - Lausanne
17:45 Omonia - Dynamo K.
17:45 Hamrun Spartans - Lincoln
17:45 Olomouc - Celje
17:45 Rakow - Rapid
17:45 Zrinjski - Hacken
17:45 AZ - Shelbourne
20:00 Drita FC - Shkendija
20:00 Shamrock - Shakhtar D
20:00 Legia - Sparta Prag
20:00 Fiorentina - AEK
20:00 Rijeka - AEK Larnaca
20:00 Aberdeen - Noah
20:00 Strasbourg - Crystal Palace
20:00 Breiðablik - Samsunspor
20:00 Jagiellonia - KuPS
Sambandsdeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner