Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fim 27. nóvember 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu bilað mark ungstirnis Arsenal
Mynd: EPA
Max Dowman, einn allra efnilegasti leikmaður Englendinga og Arsenal, skoraði stórbrotið mark með U19 ára liði Arsenal í Evrópukeppni unglingaliða í gær.

Dowman, sem er 15 ára gamall, hefur verið að fá tækifærið með aðalliði Arsenal á tímabilinu og staðið sig vel, en Arteta valdi frekar að nota hann með U19 ára liðinu í þetta sinn.

U19 ára liðið mætti jafnöldrum sínum hjá Bayern og hafði Arsenal 4-2 sigur.

Dowman skoraði tvennu, en fyrra markið gerði hann á 38. mínútu og seinna markið með mögnuðu einstaklingsframtaki þar sem hann klobbaði varnarmann, tók Zidane-rúllettuna framhjá öðrum og skoraði síðan með frábæru skoti.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner