Max Dowman, einn allra efnilegasti leikmaður Englendinga og Arsenal, skoraði stórbrotið mark með U19 ára liði Arsenal í Evrópukeppni unglingaliða í gær.
Dowman, sem er 15 ára gamall, hefur verið að fá tækifærið með aðalliði Arsenal á tímabilinu og staðið sig vel, en Arteta valdi frekar að nota hann með U19 ára liðinu í þetta sinn.
U19 ára liðið mætti jafnöldrum sínum hjá Bayern og hafði Arsenal 4-2 sigur.
Dowman skoraði tvennu, en fyrra markið gerði hann á 38. mínútu og seinna markið með mögnuðu einstaklingsframtaki þar sem hann klobbaði varnarmann, tók Zidane-rúllettuna framhjá öðrum og skoraði síðan með frábæru skoti.
Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
Simply sensational from Max Dowman ???? pic.twitter.com/NJrRwK0h9i
— Arsenal Academy (@ArsenalAcademy) November 26, 2025
Athugasemdir


