Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 28. janúar 2020 16:18
Elvar Geir Magnússon
Politano til Napoli (Staðfest)
Napoli hefur fengið Matteo Politano frá Inter. Þessi 26 ára leikmaður kemur á 18 mánaða lánssamningi með klásúlu um kaup.

Politano er sóknarleikmaður og fær treyju númer 21 á San Paolo.

Politano er snöggur örvfættur leikmaður sem kom til Inter 2018 frá Sassuolo.

Hann spilar oftast á vængnum en getur leyst allar sóknarstöðurnar.

Hann hefur leikið ellefu leiki í ítölsku A-deildinni fyrir Inter á þessu tímabili en liðið er í öðru sæti. Napoli er í tólfta sæti og hefur leikið langt undir væntingum.
Athugasemdir