Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 28. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dregið í næstu undankeppni U21 landsliðsins í dag
Davíð Snorri er nýr þjálfari U21 landsliðsins.
Davíð Snorri er nýr þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið verður í undankeppni EM 2023 hjá U21 karla í dag, fimmtudag.

Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon og hefst hann kl. 11:30 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á vef UEFA.

Hægt er að nálgast vef UEFA með því að smella hérna.

Níu riðlar verða í undankeppninni, átta með sex liðum og einn með fimm liðum. Lokakeppnin verður haldin í Georgíu og Rúmeníu. Ísland er í styrkleikaflokki þrjú. Hægt er að sjá alla styrkleikaflokka á vefsíðu KSÍ hérna.

Undankeppnin hefst í mars á þessu ári og lýkur í júní árið 2022. Þær níu þjóðir sem vinna sína riðla ásamt því liði í 2. sæti með besta árangurinn komast beint í lokakeppnina. Hinar átta þjóðirnar sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil um fjögur sæti í lokakeppninni og fer það fram í september 2022.

Íslenska U21 landsliðið mun á þessu ári taka þátt í lokakeppni EM eftir að hafa komist upp úr sterkum undanriðli á síðasta ári sem innihélt meðal annars Ítalíu, Svíþjóð og Írland. Davíð Snorri Jónasson tók nýverið við U21 landsliðinu eftir að Arnar Þór Viðarsson var ráðinn sem nýr A-landsliðsþjálfari.
Athugasemdir
banner
banner