Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. janúar 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giggs: Ég veit að Dan James er pirraður
Daniel James.
Daniel James.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales, segir að kantmaðurinn Daniel James sé pirraður á því að fá ekki mikið að spila hjá Manchester United.

James er 23 ára gamall eldsnöggur kantmaður sem Man Utd keypti frá Swansea sumarið 2019. Hann spilaði 46 leiki í öllum keppnum á síðasta tímabili en hefur ekki fengið eins stórt hlutverk á þessu tímabili.

James hefur aðeins spilaði í tíu leikjum á tímabilinu og sögusagnir á kreiki um að hann gæti verið á förum á láni. Hann hefur verið orðaður við Leeds.

Giggs, sem er fyrrum leikmaður Man Utd, telur hins vegar ólíklegt að James fari á láni.

„Framundan eru margir leikir á skömmum tíma. Ég held að Ole (Gunnar Solskjær) muni reyna að halda eins mörgum gæðaleikmönnum hjá félaginu og hann getur. Ég veit að Dan er pirraður, eins og aðrir leikmenn sem eru ekki að spila reglulega," sagði Giggs sem þjálfar James í landsliði Wales.

„Þegar þú ert hjá stóru félagi eins og United þá verðurðu að grípa tækifærið þegar þú færð það."
Athugasemdir
banner
banner
banner