Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. janúar 2021 12:30
Magnús Már Einarsson
Riðill U21 í undankeppni EM - Mæta Portúgal
Róbert Orri Þorkelsson leikmaður U21.
Róbert Orri Þorkelsson leikmaður U21.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 ára landslið karla er í riðli D í undankeppni EM 2023, en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.

Í riðlinum eru, ásamt Íslandi, Portúgal, Grikkland, Hvíta Rússland, Kýpur og Liechtenstein.

Undankeppnin hefst í mars á þessu ári og lýkur í júní árið 2022. Þær níu þjóðir sem vinna sína riðla ásamt því liði í 2. sæti með besta árangurinn komast beint í lokakeppnina.

Hinar átta þjóðirnar sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil um fjögur sæti í lokakeppninni og fer það fram í september 2022. Lokakeppnin fer síðan fram í Georgíu og Rúmeníu árið 2023.

Davíð Snorri Jónasson var á dögunum ráðinn þjálfari U21 landsliðsins en hann tekur við af Arnari Þór Viðarssyni sem tók við A-landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner