Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fim 28. janúar 2021 14:22
Elvar Geir Magnússon
Þorsteinn Halldórs: Ég varð að hugsa um sjálfan mig
Kvenaboltinn
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á þetta. Það er tilhlökkun og ég er klár í þetta," sagði Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net í dag.

„Ég kem inn með mínar áherslur og reyni að koma þeim hratt og vel inn. Næsti gluggi fer í að kynnast leikmönnum og hvort ég nái að koma öllum þeim breytingum sem ég vil gera. Ég tek við liðinu á góðum stað og við góðu búi."

Margir leikmenn hafa farið úr Pepsi Max-deildinni í atvinnumennsku erlendis í vetur. „Það eru fleiri að fara út og það kannski sýnir að það er eitthvað verið að gera gott hérna. Þetta eru engin smálið sem eru að fá leikmenn. Við getum ekki talað okkur niður. Félögin eru búin að gera góða hluti og búa til leikmenn sem eru samkeppnishæfir í góðum liðum. Það er spennandi."

EM átti að fara fram í Englandi í sumar en mótinu var frestað þar til næsta sumar vegna kórónuveirunnar. Gæti það hjálpað ungu liði Íslands að fá meiri tíma í undirbúning? „Já það gæti gert það. Við þurfum að vera einbeitt á að það er undankeppni HM (í haust) og við viljum komast á HM. Við viljum afreka það að vera fyrsta kvennaliðið sem fer á HM."

„Fókusinn fer á það núna. Við getum tekið góða spilamennsku í undankeppninni inn í EM. Við getum ekki horft í að vera bara góð á EM. Við þurfum að vera klár þegar undankeppni byrjar og fókusinn er að vera tilbúin í haust, þegar leikirnir byrja þá,"


Ásmundur Haraldsson kemur aftur inn sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og Ólafur Pétursson verður markmannsþjálfari en hann hefur unnið með Þorsteini hjá Breiðabliki.

„Ástæðan fyrir því að ég tek Ása inn er þekking hans og reynsla á þessu því ég hef ekki verið áður landsliðsþjálfari. Ási fór á EM síðast og ég get nýtt mér það sem hann lærði þar, hvað var gott þar og hvað mátti betur fara. Þá er ég ekki að rekast á veggi. Þess vegna vildi ég fá mann með góða reynslu."

Þorsteinn hefur gert góða hluti með Breiðablik undanfarin sjö ár og segir erfitt að hætta störfum þar.

„Þetta var erfið ákvörðun en þetta var eitthvað sem ég varð að gera fyrir sjálfan mig. Ég varð að hugsa um sjálfan mig og láta á það reyna hvort ég hefði eitthvað í þetta að gera. Ég er pottþéttur á því að þau finna einhvern góðan sem tekur við þessu og heldur áfram að gera góða hluti eins og alltaf í Kópavoginum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner