Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 28. janúar 2021 14:22
Elvar Geir Magnússon
Þorsteinn Halldórs: Ég varð að hugsa um sjálfan mig
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á þetta. Það er tilhlökkun og ég er klár í þetta," sagði Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net í dag.

„Ég kem inn með mínar áherslur og reyni að koma þeim hratt og vel inn. Næsti gluggi fer í að kynnast leikmönnum og hvort ég nái að koma öllum þeim breytingum sem ég vil gera. Ég tek við liðinu á góðum stað og við góðu búi."

Margir leikmenn hafa farið úr Pepsi Max-deildinni í atvinnumennsku erlendis í vetur. „Það eru fleiri að fara út og það kannski sýnir að það er eitthvað verið að gera gott hérna. Þetta eru engin smálið sem eru að fá leikmenn. Við getum ekki talað okkur niður. Félögin eru búin að gera góða hluti og búa til leikmenn sem eru samkeppnishæfir í góðum liðum. Það er spennandi."

EM átti að fara fram í Englandi í sumar en mótinu var frestað þar til næsta sumar vegna kórónuveirunnar. Gæti það hjálpað ungu liði Íslands að fá meiri tíma í undirbúning? „Já það gæti gert það. Við þurfum að vera einbeitt á að það er undankeppni HM (í haust) og við viljum komast á HM. Við viljum afreka það að vera fyrsta kvennaliðið sem fer á HM."

„Fókusinn fer á það núna. Við getum tekið góða spilamennsku í undankeppninni inn í EM. Við getum ekki horft í að vera bara góð á EM. Við þurfum að vera klár þegar undankeppni byrjar og fókusinn er að vera tilbúin í haust, þegar leikirnir byrja þá,"


Ásmundur Haraldsson kemur aftur inn sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og Ólafur Pétursson verður markmannsþjálfari en hann hefur unnið með Þorsteini hjá Breiðabliki.

„Ástæðan fyrir því að ég tek Ása inn er þekking hans og reynsla á þessu því ég hef ekki verið áður landsliðsþjálfari. Ási fór á EM síðast og ég get nýtt mér það sem hann lærði þar, hvað var gott þar og hvað mátti betur fara. Þá er ég ekki að rekast á veggi. Þess vegna vildi ég fá mann með góða reynslu."

Þorsteinn hefur gert góða hluti með Breiðablik undanfarin sjö ár og segir erfitt að hætta störfum þar.

„Þetta var erfið ákvörðun en þetta var eitthvað sem ég varð að gera fyrir sjálfan mig. Ég varð að hugsa um sjálfan mig og láta á það reyna hvort ég hefði eitthvað í þetta að gera. Ég er pottþéttur á því að þau finna einhvern góðan sem tekur við þessu og heldur áfram að gera góða hluti eins og alltaf í Kópavoginum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner