Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   fim 28. janúar 2021 14:22
Elvar Geir Magnússon
Þorsteinn Halldórs: Ég varð að hugsa um sjálfan mig
Kvenaboltinn
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á þetta. Það er tilhlökkun og ég er klár í þetta," sagði Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net í dag.

„Ég kem inn með mínar áherslur og reyni að koma þeim hratt og vel inn. Næsti gluggi fer í að kynnast leikmönnum og hvort ég nái að koma öllum þeim breytingum sem ég vil gera. Ég tek við liðinu á góðum stað og við góðu búi."

Margir leikmenn hafa farið úr Pepsi Max-deildinni í atvinnumennsku erlendis í vetur. „Það eru fleiri að fara út og það kannski sýnir að það er eitthvað verið að gera gott hérna. Þetta eru engin smálið sem eru að fá leikmenn. Við getum ekki talað okkur niður. Félögin eru búin að gera góða hluti og búa til leikmenn sem eru samkeppnishæfir í góðum liðum. Það er spennandi."

EM átti að fara fram í Englandi í sumar en mótinu var frestað þar til næsta sumar vegna kórónuveirunnar. Gæti það hjálpað ungu liði Íslands að fá meiri tíma í undirbúning? „Já það gæti gert það. Við þurfum að vera einbeitt á að það er undankeppni HM (í haust) og við viljum komast á HM. Við viljum afreka það að vera fyrsta kvennaliðið sem fer á HM."

„Fókusinn fer á það núna. Við getum tekið góða spilamennsku í undankeppninni inn í EM. Við getum ekki horft í að vera bara góð á EM. Við þurfum að vera klár þegar undankeppni byrjar og fókusinn er að vera tilbúin í haust, þegar leikirnir byrja þá,"


Ásmundur Haraldsson kemur aftur inn sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og Ólafur Pétursson verður markmannsþjálfari en hann hefur unnið með Þorsteini hjá Breiðabliki.

„Ástæðan fyrir því að ég tek Ása inn er þekking hans og reynsla á þessu því ég hef ekki verið áður landsliðsþjálfari. Ási fór á EM síðast og ég get nýtt mér það sem hann lærði þar, hvað var gott þar og hvað mátti betur fara. Þá er ég ekki að rekast á veggi. Þess vegna vildi ég fá mann með góða reynslu."

Þorsteinn hefur gert góða hluti með Breiðablik undanfarin sjö ár og segir erfitt að hætta störfum þar.

„Þetta var erfið ákvörðun en þetta var eitthvað sem ég varð að gera fyrir sjálfan mig. Ég varð að hugsa um sjálfan mig og láta á það reyna hvort ég hefði eitthvað í þetta að gera. Ég er pottþéttur á því að þau finna einhvern góðan sem tekur við þessu og heldur áfram að gera góða hluti eins og alltaf í Kópavoginum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner