Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. janúar 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan neitar að hafa verið með rasisma í garð Lukaku
Lukaku og Zlatan í rifrildi.
Lukaku og Zlatan í rifrildi.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic og Romelu Lukaku, fyrrum liðsfélagar hjá Manchester United, rifust heiftarlega þegar AC Milan og Inter áttust við í 8-liða úrslitum ítalska bikarsins í vikunni.

Hinn sænski Zlatan fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í síðari hálfleik. Áður en að því kom höfðu Zlatan og Romelu Lukaku, framherji Inter, rifist heiftarlega.

Lukaku virtist benda Zlatan á að þeir gætu slegist utan vallar eftir leik en þá svaraði Zlatan: „Allt í lagi, hringdu í móður þína."

Lukaku svaraði með því að tala illa um eiginkonu Zlatan. Í kjölfarið sagði Zlatan við Lukaku að hann væri asni (e. donkey) og ætti að nota voodoo-dúkku.

Þar var Zlatan að vitna í ummæli frá Farhad Moshiri, eiganda Everton, sem sagði að Lukaku hefði hafnað nýjum samningi hjá félaginu á sínum tíma eftir skilaboð frá voodoo-dúkku. Lukaku neitaði þessu á sínum tíma en hann fór til Manchester United eftir að eigandi Everton hafði sagt að hann myndi fara til Chelsea.

Zlatan hefur alfarið neitað því að hann hafi verið með kynþáttafordóma í garð Lukaku. Á samfélagsmiðlum skrifaði hann: „Í heimi Zlatan er ekkert pláss fyrir rasisma. Við erum öll af sama kynþætti, við erum öll jöfn."

Sænski sóknarmaðurinn ákvað að skjóta aðeins á Lukaku líka. „Við erum öll leikmenn. Sumir betri en aðrir."

Hér að neðan má sjá færslu Zlatan.


Athugasemdir
banner
banner