Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 28. janúar 2023 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham ætlar að lána Spence
Mynd: EPA
Mynd: Tottenham Hotspur

Hægri bakvörðurinn Djed Spence verður að öllum líkindum lánaður út frá Tottenham á lokadögum janúargluggans.


Það eru ýmis félög sem vilja fá Spence að láni, bæði í úrvalsdeildinni og Championship.

Spence var frábær á láni hjá Nottingham Forest á síðustu leiktíð en Tottenham festi svo kaup á honum fyrir rúmar 20 milljónir punda.

Spence þykir hæfileikaríkur leikmaður en þjálfarateymið telur hann ekki vera tilbúinn til að spila reglulega fyrir aðallið Tottenham.

Spence hefur varla komið við sögu í ensku úrvalsdeildinni og vill félagið lána hann út til að öðlast spiltíma á háu stigi. Emerson Royal og Matt Doherty eru fyrir ofan þennan 22 ára Englending í goggunarröðinni hjá Antonio Conte. 

Cristian Stellini, aðstoðarþjálfari Tottenham, segir að Spence sé ekki nægilega góður á æfingum til að komast inn í liðið.

„Það vantar allan stöðugleika í hans leik. Fyrsta skrefið er að sýna stöðugleika með góðum frammistöðum á æfingum en við erum ekki komnir þangað. Djed er hæfileikaríkur leikmaður sem þarf samt að bæta sig áður en hann getur rutt sér leið inn í byrjunarliðið. Hann þarf að fara svipaða leið og Bryan Gil eða Pape Sarr," sagði Stellini í gær.

„Þetta eru allt leikmenn sem eru stöðugt að bæta sig en þeir fengu ekki tækifæri með aðalliðinu fyrr en þeir urðu nógu góðir á æfingum. Það er ekki auðvelt að komast inn í þetta lið og þess vegna er sniðugt fyrir suma unga leikmenn að fara út á láni svo þeir geti öðlast meiri reynslu heldur en með varaliðinu hér."


Athugasemdir
banner
banner