Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 28. febrúar 2024 19:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Fer Liverpool á Old Trafford?
Mynd: EPA

Það geta orðið ansi áhugaverð viðureign í átta liða úrslitum enska bikarsins.


Búið er að draga í átta liða úrslitin sem fara fram 16. og 17. mars. Manchester United getur mætt Liverpool á Old Trafford en United mætir Nottingham Forest í kvöld og Liverpool mætir Southampton.

Bikarmeistararnir í Manchester City unnu stórsigur í gær þar sem Kevin de Bruyne og Erling Haaland fóru á kostum. City mætir Newcastle í úrvalsdeildarslag á Etihad í átta liða úrslitunum.

Þá fær Coventry erfitt verkefni en liðið heimsækir annað hvort Wolves eða Brighton.

Drátturinn
Man City - Newcastle
Chelsea/Leeds - Leicester City
Nottingham Forest/Man Utd - Liverpool or Southampton
Wolves/Brighton vs Coventry


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner