Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 28. mars 2020 13:50
Ívan Guðjón Baldursson
Hvíta-Rússland: Willum með laglegt mark í tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slavia Mozyr 2 - 1 BATE Borisov
0-1 Willum Þór Willumsson ('10)
1-1 Nikita Melnikov ('32)
2-1 Nikita Melnikov ('48)

Hvítrússneska deildin er sú eina í heimi sem er enn í gangi og var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði BATE Borisov í dag.

BATE heimsótti Slavia Mozyr og gerði Willum Þór fyrsta mark leiksins á tíundu mínútu. Hann fékk boltann á kantinum, hljóp inn á völlinn og smellti knettinum í fjærhornið. Glæsilegt mark sem dró strax samanburð við leikstíl Arjen Robben í ummælum á Twitter.

Nikita Melnikov jafnaði fyrir heimamenn og var staðan 1-1 í leikhlé. Melnikov skoraði svo aftur í upphafi síðari hálfleiks og staðan orðin 2-1.

Willum kláraði leikinn en tókst ekki að jafna og niðurstaðan annað tap BATE í röð eftir tvær fyrstu umferðir tímabilsins.

BATE endaði í öðru sæti í fyrra, með 70 stig eftir 30 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner