Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 28. mars 2021 14:31
Ívan Guðjón Baldursson
Holland: Elías Már aftur á bekknum í tapi
Excelsior 0 - 3 Helmond
0-1 D. van der Sluys ('59)
0-2 J. Thomassen ('86)
0-3 A. Van Keilegom ('89)

Elías Már Ómarsson byrjaði tímabilið gríðarlega vel með Excelsior og raðaði inn mörkunum í hollensku B-deildinni.

Elías Már hætti svo að skora undir lok janúar og hefur núna mistekist að skora í tíu leikjum í röð.

Hann missti byrjunarliðssætið sitt fyrr í mars og hefur síðan þá komið inn af bekknum sem varamaður.

Í dag átti Excelsior heimaleik við Helmond og var staðan 0-1 þegar Elíasi var skipt inn eftir rúmlega klukkustund af fótbolta.

Elíasi tókst ekki að skora og endaði Excelsior á að tapa 0-3. Vandræðalegt tap fyrir Excelsior sem er búið að missa af umspilsbaráttunni.

Elías Már vill skipta yfir til stærra félags en fyrst þarf hann að byrja að skora aftur.
Athugasemdir
banner