Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. mars 2021 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Frakkar höfðu betur í Kasakstan
Mynd: Getty Images
Kasakstan 0 - 2 Frakkland
0-1 Ousmane Dembele ('19)
0-2 Sergiy Maliy ('44, sjálfsmark)

Ríkjandi heimsmeistarar Frakklands heimsóttu Kasakstan í annarri umferð í undankeppni fyrir HM í Katar 2022.

Heimamenn í Kasakstan mættu til leiks með afar varnarsinnað lið og fundu heimsmeistararnir ekki margar glufur á varnarleiknum. Ein slík glufa opnaðist á 19. mínútu þegar glæsilegur snúningur Anthony Martial á knettinum gerði Ousmane Dembele kleift að skora opnunarmark leiksins.

Frakkar fengu afar lítið af færum það sem eftir lifði hálfleiks og voru heppnir að tvöfalda forystuna skömmu fyrir leikhlé þegar Sergiy Maliy gerði sjálfsmark.

Síðari hálfleikurinn var aðeins opnari en hvorugu liði tókst að skora og var forysta Frakka aldrei í hættu.
Athugasemdir
banner
banner