Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. mars 2021 18:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM: Spánn með flautumark - Danir skoruðu átta
Icelandair
Dani Olmo í leik með U21 landsliði Spánar fyrir nokkrum árum síðan.
Dani Olmo í leik með U21 landsliði Spánar fyrir nokkrum árum síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það fóru fram þrír leikir í undankeppni HM á sama tíma og Ísland þurfti að sætta sig við ömurlegt tap gegn Armeníu á útivelli.

Spánn lenti í vandræðum með Georgíu og var þar 1-0 undir í hálfleik, en Spánverjar komu til baka í seinni hálfleiknum. Ferran Torres jafnaði metin og á lokasekúndum leiksins skoraði Dani Olmo sigurmarkið. Spánverjar eru með fjögur stig í sínum riðli eftir jafntefli við Grikkland í fyrsta leik.

England vann útisigur á erfiðum útivelli í Albaníu. Harry Kane og Mason Mount skoruðu mörk Englands sem er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Þá skoraði Danmörk átta mörk gegn Moldóvu á heimavelli. Ísland var með Moldóvu í riðli í undankeppni EM 2020 og vann 3-0 á heimavelli, og 2-1 á útivelli. Danmörk hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í undankeppninni á sannfærandi hátt.

B-riðill
Georgía 1 - 2 Spánn
1-0 Khvicha Kvaratskhelia ('44 )
1-1 Ferran Torres ('56 )
1-2 Dani Olmo ('90 )
Rautt spjald: Levan Shengelia, Georgia ('90)

F-riðill:
Danmörk 8 - 0 Moldóva
1-0 Kasper Dolberg ('19 , víti)
2-0 Mikkel Damsgaard ('22 )
3-0 Mikkel Damsgaard ('29 )
4-0 Jens Stryger Larsen ('35 )
5-0 Mathias Jensen ('39 )
6-0 Kasper Dolberg ('48 )
7-0 Robert Skov ('81 )
8-0 Marcus Ingvartsen ('89 )

I-riðill:
Albanía 0 - 2 England
0-1 Harry Kane ('39 )
0-2 Mason Mount ('63 )
Athugasemdir
banner
banner
banner