Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Innkastið - KR niðurlægt og Blikar í svaka brasi
Enski boltinn - Með annan fótinn inn á vinnumálastofnun
Leiðin úr Lengjunni: Til hamingju Þórsarar
Útvarpsþátturinn - Mikil spenna rétt fyrir tvískiptinguna
Turnar Segja Sögur: Svikahrappar & hæfileikasóun
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
   mán 28. mars 2022 11:23
Elvar Geir Magnússon
Hlustaðu á fréttamannafund Íslands - Arnar og Birkir sátu fyrir svörum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á fréttamannafundi á Spáni í dag. Hægt er að hlusta á fundinn í spilaranum hér að ofan.

Íslenska landsliðið mætir Spánverjum í vináttuleik á Riazor leikvanginum í Coruna á þriðjudag.

Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma.

Þetta er seinni vináttuleikur beggja liða í þessu landsleikjaglugga. Íslenska liðið mætti Finnum í Murcia á Spáni á laugardag og lauk þeim leik með 1-1- jafntefli. Spánverjar mættu Albönum og unnu 2-1 sigur.

Leikurinn á þriðjudag verður tíunda viðureign þjóðanna í A landsliðum karla. Spánverjar hafa unnið sex sinnum og tvisvar hafa liðið skilið jöfn. Eini íslenski sigurinn hingað til kom á Laugardalsvellinum í september 1991 þegar Ísland vann 2-0 sigur í leik í undankeppni EM 1992. Þorvaldur Örlygsson og Eyjólfur Sverrisson skoruðu mörk Íslands með stuttu millibili í seinni hálfleik.
Athugasemdir
banner