Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   fös 28. mars 2025 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Einn sá hæfileikaríkasti sem hefur spilað í FH"
Brandur Olsen.
Brandur Olsen.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Píanósnillingurinn Guðmundur Reynir.
Píanósnillingurinn Guðmundur Reynir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Söderlund.
Alexander Söderlund.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Atli Guðnason, goðsögn hjá FH, var gestur í hlaðvarpsþættinum Tveggja Turna Tal hjá Jóni Páli Pálmasyni í vikunni.

Hann nefndi þar fimm vanmetnustu liðsfélagana á ferlinum. Hann valdi einnig fimm bestu andstæðingana.

Hann fór fögrum orðum um Brand Olsen, færeyska miðjumanninn, sem lék með FH tímabilin 2018 og 2019. Brandur skoraði 19 mörk í 57 leikjum fyrir FH.

Five-a-side vanmetnir leikmenn
Freyr Bjarnason
„Þó að hann hafi fengið fullt kredit, þá er það allavega allt sem hann átti skilið, og jafnvel meira."

Sverrir Garðarsson
„Stórkostlegur varnarmaður."

Pétur Viðarsson

Brandur Hendriksson Olsen
„Hann var ekkert vel liðinn hérna af stuðningsmönnum FH. Stórkostlegur leikmaður, örugglega einn sá hæfileikaríkasti sem hefur spilað í FH. Hann spilaði eftir þetta í ágætis liðum, var í Kaupmannahöfn og er að spila í Færeyjum núna."

Alexander Söderlund
„Stórkostlegur leikmaður, ótrúlega góður. Hann hefur spilað í Frakklandi og með norska landsliðinu. Hann var frábær, var meiddur í baki allan tímann í FH. Markið hans gegn Breiðabliki hlýtur að vera besta mark sem hefur verið skorað, geðveikt, algjörlega fáránlegt.

Five-a-side bestu andstæðingar
Ingvar Jónsson
„Hann var erfiður, frábær markmaður og er ennþá að sýna að hann er besti markmaðurinn í íslensku deildinni."

Guðjón Árni Antoníusson
„Átti alltaf í fáránlegum erfiðleikum með hann og var ótrúlega feginn þegar hann kom yfir í FH. Hann var minn erfiðasti andstæðingur. Fáránlega 'fit' og erfiður. Hann vissi nákvæmlega hvernig ætti að stoppa mín hlaup, hljóp bara fyrir mig. Hann var ógeðslega góður í FH þangað til hann meiddist. Frábær náungi."

Baldur Sigurðsson
„Ótrúlega góður, sérstaklega með KR. Hann er örugglega með einhvern haug af mörkum (8 skv. Transfermarkt) á móti FH. Gaman að geta spilað með honum eitt tímabil."

Óskar Örn Hauksson
„Sjálfvalinn í þetta lið, hann skoraði fullt af mörkum á móti okkur. Hann var alltaf fyrsti gaurinn sem þurfti að stoppa í KR."

Guðmundur Reynir Gunnarsson
„Hann var ótrúlega góður og við áttum í tómum vandræðum með hann, alltaf. Hann valdi ekki fótboltaferilinn sem númer eitt, og fjaraði því hratt út hjá honum, en stórkostlegur leikmaður."
Tveggja Turna Tal - Atli Guðnason
Athugasemdir
banner
banner
banner