
,,Ég er ánægð með þrjú stig. Við komum hingað til að vinna og það tókst," sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir við Fótbolta.net eftir 3-0 sigur Breiðabliks á Aftureldingu í kvöld.
Breiðablik er með fullt hús í deildinni eftir fimm umferðir líkt og Stjarnan. Greta segir að stefnan sé sett á Íslandsmeistaratitilinn.
,,Stefnir maður ekki alltaf á titilinn? Við erum á því að við getum það og við trúum því og þegar við gerum það þá er allt hægt."
Greta er komin aftur í lið Breiðabliks eftir að hafa verið ekkert með í fyrra þar sem hún var að spila í Bandaríkjunum.
,,Það er ótrúlega gaman að spila hér heima. Það hefur margt breyst. Við erum með frábæran hóp og það er ógeðslega gaman að vera í Breiðablik."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir