Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 28. maí 2022 17:30
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Er Everton að spila?
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík fagnaði 1-0 sigri á Fylki í fjórðu umferð Lengjudeildar karla nú fyrr í dag en leikið var í Grindavík. Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur sem reyndar tók út leikbann í leik dagsins mætti glaðbeittur og sigurreifur í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  0 Fylkir

„Alveg ótrúlega sáttur með hvernig við fórum inn í þennan leik. Mjög fagmannlega gert hjá okkur og þeir bara unnu fyrir þessu.“
Hafði Alfreð að segja um stigin þrjú og leikinn sem fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi.

Eins og segir hafði Alfreð orð á því að leikmenn hafi unnið fyrir stignum þremur. Leikurinn var mjög lokaður og lítið um færi heilt yfir en það hefur verið sætt fyrir Alfreð að sjá aukaspurnu Kristófers Viðarssonar liggja í netinu.

„Frábært, frábært mark og bara ótrúlega gaman að hafa unnið þennan leik á móti gríðarlega sterku Fylkisliði og við gerðum bara mjög vel þótt þeir hafi opnað okkur aðeins í restina. Þá vorum við orðnir þreyttir en bara bravör.“

Eftir rauð spjöld í síðustu leikjum héldu Grindvíkingar sér allir inn á vellinum allt til enda og fengu vatnsbrúsar liðsins sem hafa verið að flækjast fyrir fótum manna í undanförnum leikjum að vera í friði í þetta sinn. Það hefur glatt Alfreð?

„Já alveg ótrúlega. Batnandi mönnum er best að lifa við skulum segja það. Auðvitað verður mönnum á. Það koma lægðir í þessu og við erum búnir að tækla það ágætlega. “

Eins og lesendur Fótbolta.net vita eflaust allir fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fram í kvöld þar sem lið Liverpool og Real Madrid berjast um krúnidjásn Evrópskar knattspyrnu. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvert Alfreð teldi að sigurinn færi.

„Er Everton að spila?“ Spurði Alfreð sem er stuðningsmaður Everton á móti en þegar svarið var neikvætt bætti hann við. „Eigum við þá ekki bara að segja að hann verði í Liverpoolborg þessi titill“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner