Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
   lau 28. maí 2022 17:30
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Er Everton að spila?
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík fagnaði 1-0 sigri á Fylki í fjórðu umferð Lengjudeildar karla nú fyrr í dag en leikið var í Grindavík. Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur sem reyndar tók út leikbann í leik dagsins mætti glaðbeittur og sigurreifur í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  0 Fylkir

„Alveg ótrúlega sáttur með hvernig við fórum inn í þennan leik. Mjög fagmannlega gert hjá okkur og þeir bara unnu fyrir þessu.“
Hafði Alfreð að segja um stigin þrjú og leikinn sem fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi.

Eins og segir hafði Alfreð orð á því að leikmenn hafi unnið fyrir stignum þremur. Leikurinn var mjög lokaður og lítið um færi heilt yfir en það hefur verið sætt fyrir Alfreð að sjá aukaspurnu Kristófers Viðarssonar liggja í netinu.

„Frábært, frábært mark og bara ótrúlega gaman að hafa unnið þennan leik á móti gríðarlega sterku Fylkisliði og við gerðum bara mjög vel þótt þeir hafi opnað okkur aðeins í restina. Þá vorum við orðnir þreyttir en bara bravör.“

Eftir rauð spjöld í síðustu leikjum héldu Grindvíkingar sér allir inn á vellinum allt til enda og fengu vatnsbrúsar liðsins sem hafa verið að flækjast fyrir fótum manna í undanförnum leikjum að vera í friði í þetta sinn. Það hefur glatt Alfreð?

„Já alveg ótrúlega. Batnandi mönnum er best að lifa við skulum segja það. Auðvitað verður mönnum á. Það koma lægðir í þessu og við erum búnir að tækla það ágætlega. “

Eins og lesendur Fótbolta.net vita eflaust allir fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fram í kvöld þar sem lið Liverpool og Real Madrid berjast um krúnidjásn Evrópskar knattspyrnu. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvert Alfreð teldi að sigurinn færi.

„Er Everton að spila?“ Spurði Alfreð sem er stuðningsmaður Everton á móti en þegar svarið var neikvætt bætti hann við. „Eigum við þá ekki bara að segja að hann verði í Liverpoolborg þessi titill“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner