Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   lau 28. maí 2022 17:30
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Er Everton að spila?
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík fagnaði 1-0 sigri á Fylki í fjórðu umferð Lengjudeildar karla nú fyrr í dag en leikið var í Grindavík. Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur sem reyndar tók út leikbann í leik dagsins mætti glaðbeittur og sigurreifur í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  0 Fylkir

„Alveg ótrúlega sáttur með hvernig við fórum inn í þennan leik. Mjög fagmannlega gert hjá okkur og þeir bara unnu fyrir þessu.“
Hafði Alfreð að segja um stigin þrjú og leikinn sem fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi.

Eins og segir hafði Alfreð orð á því að leikmenn hafi unnið fyrir stignum þremur. Leikurinn var mjög lokaður og lítið um færi heilt yfir en það hefur verið sætt fyrir Alfreð að sjá aukaspurnu Kristófers Viðarssonar liggja í netinu.

„Frábært, frábært mark og bara ótrúlega gaman að hafa unnið þennan leik á móti gríðarlega sterku Fylkisliði og við gerðum bara mjög vel þótt þeir hafi opnað okkur aðeins í restina. Þá vorum við orðnir þreyttir en bara bravör.“

Eftir rauð spjöld í síðustu leikjum héldu Grindvíkingar sér allir inn á vellinum allt til enda og fengu vatnsbrúsar liðsins sem hafa verið að flækjast fyrir fótum manna í undanförnum leikjum að vera í friði í þetta sinn. Það hefur glatt Alfreð?

„Já alveg ótrúlega. Batnandi mönnum er best að lifa við skulum segja það. Auðvitað verður mönnum á. Það koma lægðir í þessu og við erum búnir að tækla það ágætlega. “

Eins og lesendur Fótbolta.net vita eflaust allir fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fram í kvöld þar sem lið Liverpool og Real Madrid berjast um krúnidjásn Evrópskar knattspyrnu. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvert Alfreð teldi að sigurinn færi.

„Er Everton að spila?“ Spurði Alfreð sem er stuðningsmaður Everton á móti en þegar svarið var neikvætt bætti hann við. „Eigum við þá ekki bara að segja að hann verði í Liverpoolborg þessi titill“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner