Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   lau 28. maí 2022 17:30
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Er Everton að spila?
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík fagnaði 1-0 sigri á Fylki í fjórðu umferð Lengjudeildar karla nú fyrr í dag en leikið var í Grindavík. Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur sem reyndar tók út leikbann í leik dagsins mætti glaðbeittur og sigurreifur í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  0 Fylkir

„Alveg ótrúlega sáttur með hvernig við fórum inn í þennan leik. Mjög fagmannlega gert hjá okkur og þeir bara unnu fyrir þessu.“
Hafði Alfreð að segja um stigin þrjú og leikinn sem fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi.

Eins og segir hafði Alfreð orð á því að leikmenn hafi unnið fyrir stignum þremur. Leikurinn var mjög lokaður og lítið um færi heilt yfir en það hefur verið sætt fyrir Alfreð að sjá aukaspurnu Kristófers Viðarssonar liggja í netinu.

„Frábært, frábært mark og bara ótrúlega gaman að hafa unnið þennan leik á móti gríðarlega sterku Fylkisliði og við gerðum bara mjög vel þótt þeir hafi opnað okkur aðeins í restina. Þá vorum við orðnir þreyttir en bara bravör.“

Eftir rauð spjöld í síðustu leikjum héldu Grindvíkingar sér allir inn á vellinum allt til enda og fengu vatnsbrúsar liðsins sem hafa verið að flækjast fyrir fótum manna í undanförnum leikjum að vera í friði í þetta sinn. Það hefur glatt Alfreð?

„Já alveg ótrúlega. Batnandi mönnum er best að lifa við skulum segja það. Auðvitað verður mönnum á. Það koma lægðir í þessu og við erum búnir að tækla það ágætlega. “

Eins og lesendur Fótbolta.net vita eflaust allir fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fram í kvöld þar sem lið Liverpool og Real Madrid berjast um krúnidjásn Evrópskar knattspyrnu. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvert Alfreð teldi að sigurinn færi.

„Er Everton að spila?“ Spurði Alfreð sem er stuðningsmaður Everton á móti en þegar svarið var neikvætt bætti hann við. „Eigum við þá ekki bara að segja að hann verði í Liverpoolborg þessi titill“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner