Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 28. maí 2022 17:30
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Er Everton að spila?
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík fagnaði 1-0 sigri á Fylki í fjórðu umferð Lengjudeildar karla nú fyrr í dag en leikið var í Grindavík. Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur sem reyndar tók út leikbann í leik dagsins mætti glaðbeittur og sigurreifur í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  0 Fylkir

„Alveg ótrúlega sáttur með hvernig við fórum inn í þennan leik. Mjög fagmannlega gert hjá okkur og þeir bara unnu fyrir þessu.“
Hafði Alfreð að segja um stigin þrjú og leikinn sem fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi.

Eins og segir hafði Alfreð orð á því að leikmenn hafi unnið fyrir stignum þremur. Leikurinn var mjög lokaður og lítið um færi heilt yfir en það hefur verið sætt fyrir Alfreð að sjá aukaspurnu Kristófers Viðarssonar liggja í netinu.

„Frábært, frábært mark og bara ótrúlega gaman að hafa unnið þennan leik á móti gríðarlega sterku Fylkisliði og við gerðum bara mjög vel þótt þeir hafi opnað okkur aðeins í restina. Þá vorum við orðnir þreyttir en bara bravör.“

Eftir rauð spjöld í síðustu leikjum héldu Grindvíkingar sér allir inn á vellinum allt til enda og fengu vatnsbrúsar liðsins sem hafa verið að flækjast fyrir fótum manna í undanförnum leikjum að vera í friði í þetta sinn. Það hefur glatt Alfreð?

„Já alveg ótrúlega. Batnandi mönnum er best að lifa við skulum segja það. Auðvitað verður mönnum á. Það koma lægðir í þessu og við erum búnir að tækla það ágætlega. “

Eins og lesendur Fótbolta.net vita eflaust allir fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fram í kvöld þar sem lið Liverpool og Real Madrid berjast um krúnidjásn Evrópskar knattspyrnu. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvert Alfreð teldi að sigurinn færi.

„Er Everton að spila?“ Spurði Alfreð sem er stuðningsmaður Everton á móti en þegar svarið var neikvætt bætti hann við. „Eigum við þá ekki bara að segja að hann verði í Liverpoolborg þessi titill“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner