Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   lau 28. maí 2022 17:15
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Páll: Grindavík fékk ekki eitt færi
Lengjudeildin
Rúnar Páll Sigmundsson
Rúnar Páll Sigmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er súr en svona er bara fótboltinn. Við vissum það alveg að við vorum að koma á erfiðan útivöll en Grindavík fær ekki eitt færi í þessum leik. Þeir fá aukaspyrnu úti á kanti sem hann skoraði reyndar frábærlega úr en við reyndum hvað við gátum að jafna þetta en svona er fótboltinn, einstakur.“ Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis um niðurstöðuna eftir 1-0 tap Árbæinga gegn Grindavík suður með sjó fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  0 Fylkir

Aðstæður á Grindavíkurvelli voru erfiðar í dag. Talsverður vindur var á vellinum sem var þar að auki skraufaþurr og hafði það mikil áhrif á leikinn sem náði sér aldrei á flug og gekk Fylki erfiðlega að fóta sig á köflum.

„Já og báðum liðum. Ég man ekki eftir því að hafa komið og spilað hér í Grindavík í logni. En það er bara eins og það er. Við eigum eftir að fara á erfiða útivelli þar sem eru mismunandi aðstæður og við þurfum að vera tilbúnir í þann slag sem við vorum alveg í dag. Við spiluðum ágætlega á köflum og fengum fínar sóknir en náðum ekki að jafna leikinn.“

Tapið er það fyrsta hjá Fylki í sumar sem fagnaði góðum bikarsigri á ÍBV í vikunni.

„Mótið er bara rétt að byrja og það eru allir að vinna alla í þessari deild og þetta verður bara hörkudeild alveg fram í síðasta leik.“

Sagði Rúnar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner