Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   lau 28. maí 2022 17:15
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Páll: Grindavík fékk ekki eitt færi
Lengjudeildin
Rúnar Páll Sigmundsson
Rúnar Páll Sigmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er súr en svona er bara fótboltinn. Við vissum það alveg að við vorum að koma á erfiðan útivöll en Grindavík fær ekki eitt færi í þessum leik. Þeir fá aukaspyrnu úti á kanti sem hann skoraði reyndar frábærlega úr en við reyndum hvað við gátum að jafna þetta en svona er fótboltinn, einstakur.“ Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis um niðurstöðuna eftir 1-0 tap Árbæinga gegn Grindavík suður með sjó fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  0 Fylkir

Aðstæður á Grindavíkurvelli voru erfiðar í dag. Talsverður vindur var á vellinum sem var þar að auki skraufaþurr og hafði það mikil áhrif á leikinn sem náði sér aldrei á flug og gekk Fylki erfiðlega að fóta sig á köflum.

„Já og báðum liðum. Ég man ekki eftir því að hafa komið og spilað hér í Grindavík í logni. En það er bara eins og það er. Við eigum eftir að fara á erfiða útivelli þar sem eru mismunandi aðstæður og við þurfum að vera tilbúnir í þann slag sem við vorum alveg í dag. Við spiluðum ágætlega á köflum og fengum fínar sóknir en náðum ekki að jafna leikinn.“

Tapið er það fyrsta hjá Fylki í sumar sem fagnaði góðum bikarsigri á ÍBV í vikunni.

„Mótið er bara rétt að byrja og það eru allir að vinna alla í þessari deild og þetta verður bara hörkudeild alveg fram í síðasta leik.“

Sagði Rúnar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner