Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   sun 28. maí 2023 11:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Al-Nassr var á toppnum þegar Ronaldo kom en vann ekki titilinn
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Al-Nassr í Sádí-Arabíu í janúar eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United.


Al-Nassr var á toppnum í deildinni þegar Ronaldo mætti á svæðið en í gær varð það ljóst að liðið getur ekki orðið meistari.

Al-Nassr gerði jafntefli gegn Al-Ettifaq en liðið þurfti að vinna til að vera tveimur stigum frá Al Ittihad fyrir lokaumferðina. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Ronaldo komst ekki á blað. Hann var tekinn af velli á 84. mínútu.

Ronaldo hefur skorað 14 mörk í 18 leikjum fyrir félagið. Rudi Garcia fyrrum stjóri liðsins yfirgaf félagið í síðasta mánuði en talið var að Ronaldo hafi verið ósáttur með störf hans.

Sjá einnig:
Al-Nassr útskýrir látbragð Ronaldo: Meiddist á pungnum


Athugasemdir
banner
banner