Þrír Íslendingar komu við sögu í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í nótt.
Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn í vörn D.C. United sem tapaði fyrir Toronto, 2-1, í Austur-deildinni. United er í 7. sæti deildarinnar með 19 stig.
Róbert Orri Þorkelsson kom inná í uppbótartíma er Montreal lagði Inter Miami að velli, 1-0, í Austur-deildinni. Montreal er í 8. sæti með 18 stig.
Dagur Dan Þórhallsson sat allan tímann á varamannabekknum er Orlando City gerði 1-1 jafntefli við Atlanta United í Austur-deildinni en Orlando er í 6. sæti með 20 stig.
Þorleifur Úlfarsson kom þá við sögu á 70. mínútu í 2-1 sigri Houston Dynamo á Austin í Vestur-deildinni. Houston er í 6. sæti deildarinnar með 18 stig.
Eyþór Martin Björgólfsson kom inná sem varamaður í sigri Tacoma Defiance á varaliði LAFC í MLS Next Pro-deildinni. Þar sem leikurinn endaði 1-1 eftir venjulegan leiktíma þurfti að fara með leikinn í vítaspyrnukeppni, enda engin jafntefli í þessari deild og þar hafði Tacoma betur. Eyþór Martin skoraði af punktinum.
Hann er á mála hjá Seattle Sounders en spilar með Tacoma, sem er varalið félagsins.
Athugasemdir