Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   sun 28. maí 2023 23:05
Elvar Geir Magnússon
Kjellevold var í Noregi hjá veikum aðstandanda
watermark Aron Snær Friðriksson.
Aron Snær Friðriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær Friðriksson varði mark KR í 1-0 sigrinum gegn Stjörnunni í kvöld. Simen Lillevik Kjellevold sem hefur varið mark KR hingað til var hinsvegar á bekknum.

Rúnar Kristinsson var spurður að því á Stöð 2 Sport fyrir leikinn hver væri ástæðan fyrir markmannsskiptunum og greindi frá því að Kjellevold tók ekki þátt í æfingum í aðdraganda leiksins.

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Stjarnan

„Simen hefur verið erlendis hjá veikum aðstandanda, hann hefur verið í Noregi síðustu fjóra daga. Hann hefur ekkert æft með okkur og eðlilegt að Aron fái sénsinn til að spila," sagði Rúnar.

Kjellevold hefur fengið talsverða gagnrýni í upphafi móts en þótti þó standa sig vel í 2-1 útisigri gegn Fram í síðustu umferð. Hann var valinn maður leiksins á Stöð 2 Sport.

Fróðlegt verður að sjá hvort hann komi aftur í mark KR í leik gegn Fylki næsta fimmtudag eða hvort Aron verði áfram í rammanum eftir að hafa haldið hreinu í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner