Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Fer ekki með Hollandi á EM
Mynd: Getty Images
Marten De Roon, miðjumaður Atalanta á Ítalíu, fer ekki með hollenska landsliðinu á Evrópumótið í Þýskalandi en hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær.

Leikmaðurinn meiddist gegn Juventus í úrslitaleik ítalska bikarsins fyrir tæpum tveimur vikum.

Hann var ekki klár í að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Atalanta vann Bayer Leverkusen 3-0.

De Roon hefur nú staðfest fleiri slæmar fréttir. Hann var valinn í hollenska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið en þarf nú að draga sig úr honum vegna meiðslanna.

„Ég hef aldrei upplifað aðra eins viku á mínum ferli eða mínu lífi sem hefur verið með jafn miklar hæðir og lægðir. Tapaði ítalska bikarnum, gat ekki spilað úrslitaleik Evrópudeildarinnar, vann Evrópudeildina og í þeirri alsælu eyddi ég miklum tíma með læknateyminu og þá kom bara í ljós að ég get ekki spilað á EM,“

„Ég kemst yfir þetta og mun horfa á hópinn og vini mína sem stuðningsmaður, en akkúrat núna er þetta erfitt. Áfram Holland,“
sagði De Roon á samfélagsmiðlum.

De Roon er fastamaður og fyrirliði hjá Atalanta. Hann spilaði alls 46 leiki á tímabilinu, þar af 45 í byrjunarliði.


Athugasemdir
banner
banner