Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Gunnar og Patrik á leið í Eystrasaltsbikarinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Færeyjar hafa tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir Eystrasaltsbikarinn 2024 og eru tveir leikmenn úr íslensku Bestu deildinni í hóp.

Gunnar Vatnhamar, sem er mikilvægur hlekkur í liði Íslandsmeistara Víkings R., er í hópnum ásamt Patrik Johannesen.

Patrik byrjaði með látum í íslenska boltanum þar sem hann skoraði 12 mörk í 22 deildarleikjum með Keflavík áður en hann skipti yfir til Breiðabliks í fyrra en lenti í afar slæmum meiðslum og missti af nánast öllu tímabilinu.

Patrik er kominn aftur úr meiðslum og hefur verið að fá spiltíma í sterku liði Blika sem er í öðru sæti deildarinnar.

Litháen, Eistland og Lettland keppast um Eystrasaltsbikarinn ásamt einni gestaþjóð. Ísland var gestaþjóðin 2022 og vann mótið eftir sigra í vítaspyrnukeppnum eftir jafnteflisleiki gegn Litháen og Lettlandi.

Flestir leikmenn í landsliðshópi Færeyja spila í heimalandinu en þar eru einnig leikmenn á mála hjá liðum í Danmörku, Noregi, Póllandi, Írlandi og Norður-Makedóníu.

Eystrasaltsbikarinn fer fram í næsta landsleikjahléi, dagana 8.-11. júní.

Landsliðshópur Færeyja:
Mattias Heðinsson Lamhauge, FC Fredericia (Danmark)
Bárður á Reynatrøð, Víkingur
Silas Eyðsteinsson, B36 Tórshavn
Jóannes Kalsø Danielsen, KÍ Klaksvík
Jann Julin Benjaminsen, B36 Tórshavn
Viljormur Davidsen, HB Tórshavn
Daniel Johansen, Thisted FC (Danmark)
Bartal Wardum, HB Tórshavn
Andrias Edmundsson, MKS Chojniczanka (Pólland)
Gunnar Vatnhamar, Víkingur Reykjavík (Ísland)
Samuel Chukwudi, HB Tórshavn
Gullbrandur Øregaard, Sandnes ULF (Noreg)
Brandur Hendriksson Olsen, Fredrikstad FK (Noreg)
René Shaki Joensen, KÍ Klaksvík
Arnbjørn Svensson, Víkingur
Hanus Sørensen, HB Tórshavn
Adrian Justinussen, Hillerød Fodbold (Danmark)
Meinhard Egilsson Olsen, Mjøndal IF (Noreg)
Stefan Radosavljevic, Sligo Rovers FC (Írland)
Pætur Petersen, KÍ Klaksvík
Klæmint Andrasson Olsen, NSÍ Runavík
Petur Knudsen, NSÍ Runavík
Jóan Símun Edmundsson, FC Shkupi (Norðurmakedónia)
Patrik Johannesen, Breiðablik (Ísland)
Athugasemdir
banner
banner
banner