Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lallana snýr aftur í heimahagana
Adam Lallana er að snúa aftur heim
Adam Lallana er að snúa aftur heim
Mynd: Getty Images
Enska blaðið Telegraph fullyrðir að Southampton sé í viðræðum við enska miðjumanninn Adam Lallana, en hann er að snúa aftur til félagsins eftir tíu ára fjarveru.

Lallana, sem er 36 ára gamall, er án félags eftir að hafa yfirgefið Brighton.

Englendingurinn hóf feril sinn hjá Southampton og var meðal annars í liði ársins í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2013-2014.

Liverpool keypti hann eftir tímabilið og eyddi hann sex árum þar áður en hann gekk í raðir Brighton.

Telegraph greinir frá því að Southampton sé nú í viðræðum við Lallana.

Miðjumaðurinn vill ljúka ferlinum hjá uppeldisfélaginu, sem kom sér upp í ensku úrvalsdeildina um nýliðna helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner