Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
   þri 28. maí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool og Chelsea á eftir besta leikmanni B-deildarinnar
Mynd: Getty Images
Liverpool og Chelsea hafa bæði skráð sig í baráttuna um Crysencio Summerville, leikmanni Leeds í ensku B-deildinni.

Summerville, sem er 22 ára gamall, var kosinn besti leikmaður B-deildarinnar á þessu tímabili.

Hann skoraði 21 mark og gaf 9 stoðsendingar fyrir Leeds sem rétt missti af sæti í ensku úrvalsdeildina.

Daily Express segir frá því að Chelsea og Liverpool séu að skoða það að fá Summerville í glugganum.

Hollendingurinn á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Leeds en það kemur vel til greina fyrir félagið að selja hann í sumar.

Samkvæmt enskum miðlum er talið að Leeds vilji fá í kringum 40 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner