Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Verður áfram hjá Milan
Mynd: Getty Images
Francesco Camarda, efnilegasti leikmaður AC Milan, hefur tekið ákvörðun um að vera áfram hjá félaginu en hann mun skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning á næstu dögum.

Camarda er 16 ára gamall en hann varð yngsti leikmaður í sögu Seríu A í nóvember er hann kom inn af bekknum gegn Fiorentina í nóvember.

Þessi efnilegi Ítalí ætlar að hafna mörgum stórliðum úr Evrópu til þess að halda áfram vegferð sinni hjá Milan.

Hann mun skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning á næstu dögum.

Stuðningsmenn Milan fá væntanlega að sjá meira af honum á næstu leiktíð en hann er sagður mest spennandi leikmaður Ítala.

Camarda á 27 leiki og 17 mörk að baki fyrir yngri landslið Ítalíu.
Athugasemdir
banner