Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 04. nóvember 2019 10:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Rúnar vildi fá Baldur Sig sem aðstoðarþjálfara
Baldur varð bikarmeistari með Stjörnunni í fyrra.
Baldur varð bikarmeistari með Stjörnunni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi fá Baldur Sigurðsson inn í þjálfarateymi sitt. Baldur hefur verið fyrirliði Stjörnunnar undanfarin ár en hann yfirgaf félagið á dögunum og leitar nú að nýju félagi.

Rúnar sá hinn 34 ára gamli Baldur ekki áfram í lykilhlutverki innan vallar. Hann vildi hins vegar fá hann inn í þjálfarateymi sitt.

„Baldur kom til okkar 2016 sem lykilmaður. Hann hefur verið lykilmaður hjá okkur í fjögur ár. Ég sá hann ekki sem lykilmann inni á vellinum á næsta ári og ég vildi fá hann í þjálfarateymið mitt. Hann var ekki tilbúinn í það því hann vildi halda áfram að spila. Þá var í boði minna hlutverk hjá okkur, ekki sem lykilmaður, og hann var ekki til í það," sagði Rúnar Páll í útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina.

„Ég virði það við hann að hann hefur ástríðu fyrir því að vera áfram í fótbolta. Hann gat ekki gert það hjá okkur og þar við sat. Ég óska honum alls hins besta. Ég vildi meina að hann ætti ekki mikið eftir sem toppleikmaður í toppliði á Íslandi."

Baldur hefur meðal annars verið orðaður við ÍA og KA eftir að ljóst varð að hann myndi yfirgefa Stjörnuna.

Fjalar Þorgeirsson og Veigar Páll Gunnarsson voru aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar á síðasta tímabili en þeir verða ekki áfram. Fjalar hætti á dögunum á meðan Veigar er þjálfari 2. flokks Stjörnunnar.
Rúnar Páll á leið inn í sjöunda tímabilið sem aðalþjálfari Stjörnunnar
Athugasemdir
banner
banner