Leiknir vann 2-0 sigur gegn Víkingi Ólafsvík í stórleik í 1. deildinni í dag. Sindri Björnsson og Matt Horth skoruðu mörkin.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 0 Víkingur Ó.
„Leiknir var betra lið í leiknum og það gekk ekki mikið upp hjá okkur," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkurliðsins.
„Þetta var mjög erfitt en maður spilar eins vel og andstæðingurinn leyfir. Leiknismenn voru skipulagðir og harðir, þeir spiluðu vel."
„Mér fannst við eiga að fá víti í leiknum en við fáum sjaldan eitthvað frá dómurum. Ég ætla ekki að tala um það einu sinni þó vítaspyrnudómur hefði breytt gangi leiksins."
„Við höfum misst menn frá því í fyrra og þeir sem hafa komið í staðinn hafa ekki styrkt okkur, sumir þeirra eiga í vandræðum með að komast í byrjunarliðið. Mér finnst við vera á pari miðað við hvað hópurinn er lítill."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir