Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 28. júní 2020 17:31
Ívan Guðjón Baldursson
England: Ings skoraði tvennu í sigri á Watford
Watford 1 - 3 Southampton
0-1 Danny Ings ('16 )
0-2 Danny Ings ('70 )
1-2 Jan Bednarek ('79 , sjálfsmark)
1-3 James Ward-Prowse ('82 )

Fallbaráttulið Watford tók á móti Southampton í enska boltanum í dag.

Danny Ings lék á alls oddi og skoraði fyrsta mark leiksins á sextándu mínútu eftir laglegt einstaklingsframtak.

Heimamenn áttu erfitt með að svara fyrir sig og verðskulduðu gestirnir að tvöfalda forystuna á 70. mínútu.

Aftur var Ings á ferðinni, í þetta sinn var hann afar snjall að fara fyrir sendingu markmanns Watford sem kastaði boltanum út úr teignum. Hann rak boltann aftur að markinu og skoraði laglegt mark.

Heimamenn eygðu von um að koma til baka þegar Jan Bednarek varð fyrir því óláni að setja fyrirgjöf í eigið net, en það gerði ekkert til því James Ward-Prowse innsiglaði sigur Southampton skömmu síðar.

Ward-Prowse skoraði þá laglegt mark beint úr aukaspyrnu.

Watford er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið á meðan Southampton siglir lygnan sjó með 40 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner