Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 28. júní 2020 18:54
Ívan Guðjón Baldursson
Grikkland: PAOK vann og hélt hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aris 0 - 2 PAOK
0-1 Fernando Varela ('36)
0-2 Karol Swiderski ('45)

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK er liðið lagði Aris Thessaloniki að velli í gríska boltanum.

PAOK var betri aðilinn í leiknum og fékk vítaspyrnu á þriðju mínútu sem Karol Swiderski klúðraði.

Það sakaði þó ekki því Fernando Varela kom PAOK yfir og tvöfaldaði Swiderski forystuna fyrir leikhlé.

Heimamenn fundu ekki leið framhjá Sverri Inga og félögum og lokatölur 0-2. PAOK er í öðru sæti grísku deildarinnar, sem gefur þátttökurétt í undankeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner