mán 28. júní 2021 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þurfa nýjan markvörð, það er númer eitt, tvö og þrjú"
Dino Hodzic.
Dino Hodzic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dino Hodzic hefur ekki verið mjög sannfærandi í leikjum sínum með ÍA í Pepsi Max-deildinni.

Hodzic kom inn í markið eftir að Árni Snær Ólafsson meiddist illa í síðasta mánuði.

Sjá einnig:
„Ekki sýnt okkur ennþá að hann sé nægilega góður fyrir þessa deild"

Það var rætt um það í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag að ÍA þyrfti að sækja sér markvörð í félagaskiptaglugganum. Glugginn er að opna í vikunni, en ÍA þarf ekki bara að sækja sér markvörð.

„Ef þeir ætla sér að gera eitthvað í deildinni, þá þurfa þeir að sækja sér einhverja leikmenn sem eru betri en þeir sem eru fyrir," sagði fótboltaþjálfarinn Úlfur Blandon í útvarpsþættinum.

„Þeir þurfa að taka eitthvað 'gambl' á einhverjum varnarmönnum og markverði. Þeir verða að fá sér markvörð, það er númer eitt, tvö og þrjú. Dino er alls ekki nógu góður, því miður... Alex Davey er búinn að valda of mörgum aðstöðum sem verða til þess að það kom hættuleg færi... þetta er búið að vera erfitt."

„Ég veit til þess að þeir eru að leita sér að hafsent og þeir eru komnir langleiðina með það," sagði Úlfur.

ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar en hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Pepsi Max og Lengjan með Úlfi
Athugasemdir
banner
banner
banner