Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 28. júní 2022 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
Crystal Palace að ganga frá Doucoure
Doucoure yrði annar leikmaðurinn til að ganga í raðir Crystal Palace í sumar eftir Malcolm Ebiowei.
Doucoure yrði annar leikmaðurinn til að ganga í raðir Crystal Palace í sumar eftir Malcolm Ebiowei.
Mynd: EPA

Crystal Palace er í viðræðum við Lens varðandi miðjumanninn Cheick Doucoure sem á tvö ár eftir af samningi sínum við franska félagið.


Doucoure er 22 ára gamall landsliðsmaður Malí og svipar leikstíllinn hans mikið til leikstíls Patrick Vieira, fyrrum miðjumanns Arsenal og núverandi knattspyrnustjóra Crystal Palace.

Vieira hefur miklar mætur á Doucoure og er hann efstur á óskalista Frakkans.

Crystal Palace er búið að senda menn út til Frakklands til að semja um kaupverð en líklegt er að Palace endi á að borga um 18 milljónir punda fyrir varnartengiliðinn fjölhæfa.

Doucoure, sem getur leikið sem miðvörður, djúpur miðjumaður og miðjumaður, er sagður vilja skipta yfir í enska boltann.


Athugasemdir
banner
banner
banner